SUS-arinn ég?

Hmmm…. hvað í ósköpunum hef ég gert af mér til að verðskulda það að vera kallaður Sus-ari á þessari síðu?? (á lista yfir blogg vinstra megin)

Rosalega er komin mikil reiði í skrif Sverris Jakobssonar. Hann er svo reiður að hann fellur í þann fúla pytt að fara að uppnefna menn. Það er aldrei sniðugt.

Annars er bara eitt, sem fer dálítið í pirrurnar á mér þegar ég les síðuna hans, sem ég geri alloft. Það er að hann vísar nánast aldrei í greinarnar, sem hann er að mótmæla. Ég skil ekki almennilega af hverju hann gerir það ekki. Til dæmis í dag þá er hann að skjóta á einhverja hægrimenn, sem eru að verja viðbjóðinn Augusto Pinochet (ha ha!!, ég uppnefndi Pinochet, en hann á það líka skilið). Ég hefði nefnilega áhuga á að vita hvaða menn eru að verja gjörðir hans, eða gera lítið úr illvirkjum hans. Hvers konar rökræðuþrot eru menn komnir þegar þeir reyna að draga úr voðaverkum harðstjórans frá Chile. Mér dettur í hug að þetta sé eitthvað tengt því að einhver hafi verið að verja Bandaríkjamenn, en ég veit ekki (getur einhver bent mér á þessi skrif).

Jamm, það minnir mig á það. Það er alveg fáránleg einföldun að segja að bandaríska leyniþjónustan hafi komið Pinochet til valda. Og hananú!