Baseball!!!

markprior.jpgVúhúúúú!! Baseball tímabilið byrjar á morgun. Eru ekki allir spenntir?? Ég veit að ég er allavegana hrikalega spenntur.

Mitt lið, Chicago Cubs er með nýjan þjálfara, Dusty Baker, sem kom San Fransisco Giants í World Series í fyrra. Margir eru bjartsýnir á það að Cubs verði mun betri í ár en í fyrra. Sumir blaðamenn telja meira að segja að þeir gætu komist alla leið í úrslitin.

Helsti styrkur Cubs eru nátturulega frábærir kastarar. Hópur fimm aðalkastarana er sennilega einn sá besti í allri deildinni og ekki skemmir að fjórir þeirra eru mjög ungir. Þetta eru Kerry Wood, Mark Prior (sem margir telja að gæti orðið næsta súperstjarnan í deildinni, sjá mynd), Matt Clement, hinn örvhenti Shawn Estes og hinn efnilegi Venezuela búi Carlos Zambrano.

Það er þó ljóst að til þess að liðið komist langt þá þarf sóknin að geta eitthvað. Ekki er nóg að snillingurinn Sammy Sosa hitti 50 home run einsog vanalega. Moises Alou þarf að leika mun betur en í fyrra og svo verða Cubs að treysta á að efnilegu byrjunarmennirnir þrír, Hee Seop Choi, Corey Patterson og Bobby Hill leiki mjög vel.

Þetta verður ábyggilega spennandi tímabil en ég verð því miður að fylgjast með því í gegnum netið í stað þess að geta farið á leiki einsog í fyrra. Öllum leikjunum er lýst á netinu og svo er eftir leiki hægt að nálgast vídeó með helstu atriðunum úr leikjunum. Annars er ein skemmtilegasta leiðin til að fylgjast með þessu öllu saman, bloggsíðan Cubs Reporter.