Honda auglýsing

Þegar ég var á Players á miðvikudaginn að horfa á Arsenal ManU, þá kom þessi Honda auglýsing í hálfleik. Þetta er einhver sú allra magnaðasta auglýsing, sem ég hef séð og það var nærri dauðaþögn á staðnum allan tímann.

Það ótrúlega við auglýsinguna er þó að það var ekki notuð nein tölvugrafík við gerð auglýsingarinnar, heldur þurfti til 605 tökur til að fá allt til að ganga upp. Ótrúlega magnað.