Það er allt að fara til helvítis!!

Ó já, Davíð blessaður stóðst ekki freistinguna og spáði því að ef vinstri stjórn myndi komast til valda þá myndi allt fara til andskotans.

Annars var lokaræðan hjá Steingrími í kappræðunum rosalega flott. Verst að ég skuli vera svo ósammála honum um stjórnmál. Stundum langar mig að vera sammála honum, því hann er svo ótrúlega sannfærandi í umræðuþáttum. Parturinn um að þú værir einn í kjörklefanum og að hvorki atvinnurekandinn né Davíð gætu gert neitt var flottur. Ingibjörg var ágæt en Guðjón Arnar var hörmulegur. Ég bara hreinlega skil ekki af hverju einhver ætti að kjósa þann flokk.

Annars, þá leyfi ég mér að fullyrða að sólin muni koma upp á mánudaginn, jafnvel þótt að ríkisstjórnin falli.