Stórkostlegur sigur Sjálfstæðisflokksins

Stjórnmálamenn geta verið magnaðir. Hvernig fara menn að því að túlka sjö prósenta tap, sem sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn?

Munurinn á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki var fyrir fjórum árum var 14,1%. Hann er í dag 2,7%.

Allir flokkar töpuðu í kosningunum, nema Frjálslyndir og Samfylking. Frjálslyndir bættu við sig 3,2%, Samfylking bætti við sig 4,2%. Samfylkingin er sigurvegari kosninganna. Punktur.

Annars þá tala menn um að Framsóknarmenn séu með öll völdin í höndunum. Mér finnst að Davíð og Ingibjörg ættu að taka valdið úr þeirra höndum og mynda Viðreisnarstjórn. Þá væri gaman að lifa 🙂