Dylan

blondeonblonde.jpgMér líður einhvern veginn einsog ég hafi verið að fatta að Bítlarnir séu góð hljómsveit.

Ég man alltaf eftir línu í High Fidelity, þar sem Jack Black er þvílíkt hneykslaður á því að einn viðskiptavinur hafi aldrei heyrt Blonde on Blonde með Bob Dylan, sem hann taldi bestu plötu allra tíma.

Jæja, ég er núna búinn að átta mig á því að Blonde on Blonde er stórkostleg plata.

Fyrir áhugasama, þá er ágætt að byrja á þessu lagi: I want you. Poppaðasta lag plötunnar. Samt alger snilld einsog öll platan.

Vá, pabbi hans Friðriks vinar míns hafði rétt fyrir sér, Bob Dylan er snillingur. Ég bara áttaði mig ekki á því fyrr en núna.