Bannað að gagnrýna!

Þetta er nokkuð magnað: McDonald’s sues ‘slow food’ critic. McDonald’s á Ítalíu hefur kært gagnrýnanda fyrir að tala illa um matinn þeirra.

Ímyndið ykkur hvernig heimurinn yrði ef McDonald’s ynnu!

Af hverju í ósköpunum er ég að blogga seint á laugardagskvöldi? Það er helvíti langt síðan ég hef verið einn heima á laugardagskvöldi. Mikið djöfull er það leiðinlegt! Mig hlakkar hins vegar alveg hrikalega mikið til að fá loksins að sofa út á morgun.

Ef þessi gaur, sem er með uppistand á boxkeppninni er fyndnasti maður landsins, þá er ég fluttur til Færeyja.