Uppáhaldsbækurnar mínar

Eftir að ég útskrifaðist úr skóla hef ég verið alltof latur við að lesa. Þannig að sennilega litast þessi listi mikið af þeim bókum, sem ég las í háskóla og á ferðalögum, sem ég hef verið á undanfarin ár.

10. Faust – Goethe – Nei, reyndar þá fannst mér hún hrikalega leiðinleg. Ég er bara ennþá stoltur að hafa komist í gegnum hana og skilið allavegana meirihlutann.
9. Nóttin- Eli Wiesel
8. Veröld ný og góð – Aldous Huxley
7. Dagur í lífi Ivan Denisovich – Aleksandr Solzhenitsyn
6. 1984 – George Orwell
5. Eugene Onegin – Aleksandr Pushkin – Ég hef aldrei verið hrifinn af ljóðum. Samt er þessi bók í uppáhaldi hjá mér, en hún er skáldsaga í ljóðaformi. Þurfti að lesa hana fyrir bókmenntatíma og það tók mig óratíma að komast í gegnum hana, en hún var þó sannarlega vera þess virði.
4. Bjargvætturinn í grasinu – J.D. Salinger
3. Glæpur og Refsing – Fyodor Dostoevsky – Reyndi þrisvar að klára bókina en komst aldrei nema á blaðsíðu 50. Tókst loksins að klára hana fyrir um ári og varð heillaður. Dostoevsky skyggnist á ógleymanlegan hátt inní hugarheim morðingja.
2. Lygn streymir Don – Mikhail Sholokov – Er eiginlega í jafn miklu uppáhaldi hjá mér og 100 ára einsemd. Stórkostleg bók, sem kveikti áhuga minn á Rússlandi svo um munaði. Samt virðist bókin vera alveg gleymd. Hún fæst nánast hvergi. Kennarinn minn í rússneskum bókmenntum þurfti að ljósrita bókina fyrir okkur, því hún var hvergi fáanleg!
1. 100 ára einsemd – Gabriel Garcia Marques – Engin bók hefur fengið mig til að gersamlega gleyma öllu í kringum mig líkt og 100 ára einsemd. Las hana þegar ég var á ferðalagi um Suður-Ameríku. Ótrúlegasta bók, sem ég hef nokkurn tímann lesið. Hrein snilld!

Eflaust er þessi listi litaður um of af bókum, sem ég hef lesið í tengslum við skólann (og kannski full rússneskur), þannig að bækur, sem ég las mér meira til skemmtunnar á árum áður fá minna vægi. En svona lítur þetta allavegana út í dag.