What's my age again?

Ég fór að djamma á laugardaginn, sem þykja sennilega ekki stórtíðindi. Beið í röð á Hverfisbarnum í smá tíma og aldrei þessu vant var það bara biðarinnar virði. Inná staðnum hitti ég bara fulltaf skemmtilegu fólki. Ég komst svo seinna að því að Brunaeftirlitið hafði lokað staðnum um klukkan 4, sem skýrði hvers vegna staðurinn tæmdist nærri því nokkru seinna.

Æji, hvað djammsögurnar verða alltaf svipaðar. Ég nenni varla að tala um það. Var sennilega ekki nógu fullur til að gera einhvern skandal. En allavegana, þá hittum við Emil þessar stelpur á leiðinni heim. Ég gat strax giskað á að þær væru utan af landi. Þær voru ekki alveg að skilja hvernig mér tókst að fatta það en ég er á því að þetta sé einstakur hæfileiki hjá mér. Önnur þeirra sagðist þekkja mig eftir að hafa lesið þessa síðu. Það finnst mér nokkuð magnað.

Allavegana, töluðum við Emil við þær og einhverjar aðrar stelpur niðrí bæ. Einhvern veginn kom aldur minn uppí samræðurnar. Það kom á daginn að ein stelpan hélt að ég væri 20 ára og önnur að ég væri 18 ára! Ég veit ekki hvort ég er orðinn nógu gamall til að vera montinn af því að líta út fyrir að vera yngri en ég er.