Núna ertu hjá mér…

Hvenær var það gert að skyldu að spila “Nínu” með Eyva og Stefáni Hilmars á íslenskum skemmtistöðum?

Ég fór tvisvar á djammið um helgina og bæði kvöldin var lagið spilað, á Sólon og Hverfisbarnum. Dan vinur minn skildi ekki upp né niður þegar hann var að djamma hérna fyrir nokkrum vikum og Nína var spiluð. Einhvern veginn sé ég ekki fyrir mér að fólk inná Circus í Chicago myndi allt í einu hætta að dansa og byrja þess í stað að taka undir með Careless Whisper eða einhverju álíka lagi. Þannig að það er kannski ekki skrítið að hann hafi orðið hissa.

Þetta er allavegana skrítin hefð 🙂

Talandi um tónlist, þá finnst mér nýja Quarashi lagið, Mess It Up, æðislega skemmtilegt. Þeir eru langbestir þegar þeir halda sér frá rokkinu. Og hananú!