Beta eyðir kommentum

Beta Rokk tók sig til og eyddi öllum kommentum eftir ákveðinn aðila á heimasíðunni sinni.

Ég er búinn að fylgjast með þessu undanfarið en einhver strákur/stelpa hefur verið að skilja eftir komment á síðunni hennar, þar sem hann/hún tjáði hrifningu sína á henni. Kommentin urðu smám saman grófari og að lokum gafst hún upp og eyddi öllu út.

Mér fannst þetta löngu hætt að vera sniðugt þegar viðkomandi fór að tala um að hann hafi verið að horfa á Betu á einhverjum tónleikum, hvað hún hafi verið sæt þar og svo framvegis. Þetta var frekar óhugnalegt þegar maður fór að hugsa útí þetta. Auðvitað gat þetta verið saklaust (grín) en maður veit aldrei.

Allavegana, þá hefur Beta fullan rétt á að taka út kommentin. Annars er athyglisvert að velta fyrir sér hvort bloggarar hafa rétt á að henda út kommentum af síðum sínum. Ég hef gert það nokkrum sinnum hér. Annaðhvort hafa kommentin verið kjánaleg (eintómir broskallar) eða dónaleg. Samt er spurning hvort Beta hefði ekki allavegana átt að taka afrit af síðunni sinni áður en hún eyddi kommentunum. Sum kommentin voru það gróf að gaurinn var farinn að hljóma einsog stalker. Kannski var þetta grín en það er erfitt að sjá hvort fólk er að grínast með svona skrifum.