Leit.is

Ætli þessi fyrirsögn geri það að verkum að ég verði efstur á leit.is þegar leitað er að leit.is?

Annars, þá mættu eigendur þeirrar síðu alveg fara að uppfæra hugbúnaðinn. Það er greinilegt að leitarvélin er orðin algjörlega handónýt. Mér tókst meira að segja að fá hundinn hans Friðriks til að koma sem niðurstaða númer 1 þegar leitað er að Hugo Chavez! (sjá tilraunina mína)

Sérstaklega er mikilvægt fyrir Leit.is að uppfæra núna þegar Movabletype er orðið nokkuð algengt tæki. Ég hef áður fjallað um það hvernig MT brenglar öllum niðurstöðum á leit.is.

Best væri bara fyrir leit.is að fá afnot af Google leitarvélinni. Hún er mun áreiðanlegri þegar á að leita að vefsíðum á Íslandi