Rússlandsferð

Á morgun er ég að fara í frí. Í fyrsta skipti í mjög langan tíma, sem ég tek mér frí frá vinnu eða skóla. Ég ætla að byrja að fara til Frakklands, þar sem að Jens PR vinur minn ætlar að giftast Jónu vinkonu minni. Þau ætla að gifta sig í einhverjum gömlum kastala á fimmtudaginn.

Á föstudaginn ætla ég svo að fljúga til Moskvu, þar sem ég ætla að eyða viku. Þaðan ætla ég að taka lest upp til St. Pétursborgar, þar sem ég ætla að eyða annarri viku.

Ég er að fara einn til Rússlands og verður það ábyggilega dálítið skrítið. Það hefur lengi verið draumur minn að fara til Rússlands og ákvað ég bara að skella mér sjálfur. Ég veit að mér á aldrei eftir að takast að sannfæra vini mína eða stelpur, sem ég á eftir að kynnast, um að fara til Rússlands, þannig að ég fer bara einn.

Þetta er líka gott tækifæri til að jafna mig eftir allt vinnuálagið og vesen í einkalífinu undanfarnar vikur og mánuði.

Það verður fínt að slökkva á GSM símanum og njóta þess í stað rússneskar menningar í rólegheitum. Djöfull hlakkar mig til.