Baros & Carragher

Þetta tímabil hjá Liverpool ætlar að vera alveg svakalegt. Áður en að tímabilið byrjar meiðist Dietmar Hamann, einn mikilvægasti leikamaður liðsins. Það sást greinilega á fyrstu leikjunum að þeir söknuðu hans mikið.

Síðan meiðist Stephane Henchoz, sennilega mikilvægasti varnarmaður liðsins. Liðinu tekst þó að aðlaga sig með að nota Igor Biscan í miðvörð, sem hefur staðið sig frábærlega.

Liðið virðist vera að komast á skrið. Hafa leikið frábæran sóknarbolta í síðustu tveim leikjum, sem báðir hafa unnist örugglega gegn sterkum liðum, Blackburn og Everton. Og hvað gerist þá? Jú, Milan Baros meiðist og verður frá í sex mánuði. Það þýðir að Emile Heskey þarf sennilega að vera í liðinu. Guð hjálpi okkur öllum!

Og til að bæta gráu ofan á svart, þá er Jamie Carragher líka fótbrotinn og verður frá í 6 mánuði.

Að mínu mati á Houllier að gera allt til að þurfa ekki að setja Heskey inná. Heldur myndi ég setja Murphy inní liðið og setja einhvern af miðjumönnunum í framlínuna, það er annaðhvort Smicer, Kewell eða Diouf (sem virðist heldur betur vera að nálgast form sitt frá því á HM). Einnig má reyna að koma Pongolle, unga Frakkanum inní liðið. Geðheilsa mín meðhöndlar það bara ekki að horfa á Heskey í hverjum leik.