Ég og öll lönd í heimi

Ég hef lengi ætlað að taka þetta saman. Hérna kemur listi yfir þau lönd, sem ég hef komið til. Alls eru þetta 31 land. Ég sé það líka að samkvæmt CIA World Fact Book þá er 261 land í heiminum. Það þýðir að ég á eftir að fara til 230 landa.

Ætli það sé einhver, sem nái því að heimsækja öll lönd heims? Stór hluti þessara landa eru náttúrulega eyjur í Kyrrahafinu, sem kannski er erfitt að komast yfir. Ég hef sem sagt farið til 31 lands og eru flest þeirra í Suður-Ameríku. Ég hef ferðast talsvert um Evrópu en til dæmis ekki komið til Svíþjóðar eða Ítalíu. Þannig að þessi landalisti er ekki mjög hefðbundinn. Einnig hef ég ekki ferðast út fyrir Evrópu og Ameríku.
Continue reading Ég og öll lönd í heimi