The Bachelor – Hágæða sjónvarspefni

Þá er nýjasta serían af The Bachelor byrjuð. Vandaðara sjónvarpsefni er varla hægt að finna. Framleiðendum þáttanna finna stöðugt upp nýjar leiðir til að teygja sem allra mest úr því efni, sem þeir hafa. Þannig var ég til að mynda að ljúka við að horfa á þátt, þar sem nákvæmlega ekki neitt gerðist.

Annars voru gellurnar í þættinum ekkert voðalega miklar gellur (bæ the vei, getur einhver útskýrt fyrir mér muninn á gellu og pæju?). Frekar mikið af alveg stórkostlega væmnum amerískum stelpum, sem litu út fyrir að vera 30 ára þrátt fyrir að þær væru bara 21 árs.

Ein fær reyndar 5 stjörnur fyrir að vaska upp í síðkjól og með kórónu, sem hún vann fyrir einhverja fegurðarsamkeppni í einhverjum smábæ. Alger snilld! Ég er að spá í að byrja að vaska upp í takkaskóm og með medalíuna, sem ég fékk þegar ég varð Íslandsmeistari í 5. flokk í fóbolta. Það væri sko æði.

Annars fannst mér gaurinn ekkert sérstaklega myndarlegur, allavegana þegar hann var ómeikaður. EN, ég verð að viðurkenna að ég er sennilega ekki besti maðurinn til að dæma um það. Það er þó bókað að gellurnar eiga algerlega eftir að tapa sér. Enda er það staðreynd að stelpur fríka út þegar þær eiga í samkeppni við aðrar stelpur um karlmenn fyrir framan myndavélar. Það sannar til að mynda þessi þáttur (já, og btw, af hverju sýnir engin íslensk stöð Elimidate? Betra menningarefni er ekki hægt að fá. Það leyfi ég mér að fullyrða).

Jei, svo byrjar Amazing Race næsta þriðjudag. Þá verður gaman.

Djöfull er Tiny Dancer gott lag.