It feels like something's heating up

Það virðist vera standard á djamminu að það er ávallt einhver stelpa, sem lætur það fara alveg óheyrilega í taugarnar á sér að ég rekist óvart í hana á dansgólfinu. Þetta hefur að ég held gerst þrjú síðustu skiptin, sem ég hef farið á Hverfisbarinn, nú síðast í gærkvöldi. Magnað að sumt fólk skuli vera í vondu skapi á djamminu, en ég skemmti mér samt meiriháttar vel. Hey, ég þarf mitt pláss þegar það er verið að spila Justin 🙂

Úff, Cubs spila tvo leiki í dag við Pittsburg. Ég er að deyja úr spennu!! Þeir eru í efsta sæti og eiga 3 leiki eftir, svo þeim dugar að vinna þá.

By the way, hvað varð um Ágúst Fl.? Trúi ekki að hann sé hættur líkt og Svansson.