Smá breytingar

Eftir að Katrín kallaði mig plebbalegan á vinnumyndinni minni, ákvað ég að skipta um mynd á “Ég er” síðunni. 🙂

Reyndar þá er ég aldrei í jakkafötum, ekki einu sinni í vinnunni (nema þegar útlendingar eru á staðnum), svo það var hálf kjánlegt að hafa mynd af mér í jakkafötum. Á nýju myndinni er ég í svörtum bol, sem passar mun betur.

Annars eru umræðurnar um Michael Moore komnar af stað aftur eftir langt svar frá Jensa.

Og svo eru umræðurnar um síðustu færsluna mína orðnar mun skemmtilegri en færslan sjálf. Nú þegar er búið að slá fyrra kommentamet (sem var færslan, þar sem ég lýsti því yfir að ég ætlaði að kjósa Samfylkinguna. Sérstaklega er kommentið hans Björgvins stórskemmtilegt.

Allavegana, er voða gaman að fá öll þessu skynsamlegu og nice komment hérna. Ég vil þó taka það fram að ég hef það bara fínt. Ég er ekkert voða desperate, langt því frá. Vildi bara benda á þessa punkta varðandi þrýsting á sambönd í íslensku samfélagi. Jú, og svo langar mig auðvitað í kærustu. En ég meina hey.