Út vil ek

Ég er að fara erlendis í fyrramálið og því verður sennilega lítið uppfært þangað til 20.okt þegar ég kem heim.

Ég er að fara á vinnutengda sýningu í Þýskalandi og svo ætla ég að vera eftir nokkra daga í London. Þar ætla ég að gista hjá systur minni. Ég hef aldrei komið til London (fyrir utan 3 tíma stopp okkar Emils), þannig að ég er nokkuð spenntur að sjá þessa borg.

Í þeim súrrealíska heimi, sem Icelandair býr í er nefnilega miklu miklu ódýrara að fljúga heim á sunnudegi en fimmtudegi. Þannig að ég spara pening á því að verða eftir í London. Svo fæ ég líka fría gistingu, svo þetta er alger no-brainer.

En allavegana, stórlega efast um að uppfæra mikið þessa síðu. Efast allavegana um að ég verði jafn uppfullur af ferðasögum og úr Rússlandsferðinni. 🙂