Bestu tónleikarnir

Einhvern veginn hef ég ekki haft þrek í mér að skrifa á þessa síðu undanfarna daga. það hefur nákvæmlega ekkert spennandi gerst. Líf mitt hefur snúist um mikla vinnu og það að leggja parket á íbúðina. Núna er ég hins vegar nokkurn veginn að klára þetta parket dæmi, svo að mig getur byrjað að dreyma um annað en gliðnandi parket.

Annars, þá fann ég nokkra vikna gamla færslu og ákvað að klára hana. Hérna eru sem sagt 10 bestu tónleikarnir, sem ég hef farið á. það var furðu erfitt að velja og hafna á þennan lista. Ég veit að lýsingarnar á tónleikunum eru ekki merkilegar. En ég meina hey.

10. Blur – Laugardalshöll, Reykjavík – Fyrri Blur tónleikarnir voru frábærir. þetta var uppáhaldshljómsveitin mín á þeim tíma og ég og Friðrik vinur minn vorum í brjáluðu stuði. Parklife var hápunktur kvöldsins.
9. Metallica – All State Arena, Chicago. – Ég meina hey. Metallica varð að komast á listann. Ég og Dan vinur minn vorum á lélegum stað, en það skipti bara engu máli. Mig var búið að dreyma síðan ég var lítill krakki að heyra Master of Puppets á tónleikum.
8. U2 – United Center, Chicago – Meiriháttar tónleikar á Elevation túrnum. Ég fíla aldrei tónleika á íþróttavöllum en U2 er ein af fáum hljómsveitum, sem á auðvelt með að láta mann gleyma því að það séu 30.000 aðrir hræður í salnum.
7. Weezer – Aragon Theatre, Chicago – Ég fór á tvo skemmtilegustu tónleika ævi minnar í Aragon í Chicago, ásamt Hildi. þeir fyrri voru með Weezer. Þessir tónleikar voru partur af fyrstu tónleikaferðinni þeirra eftir Pinkerton. Salurinn var skreyttur einsog á Prom balli og áhorfendur voru komnir í brjálað stuðu löngu áður en að Weezer stigu á svið. Ég hef aldrei upplifað að áhorfendur hafi sungið með teipinu, sem var spilað fyrir tónleikana. Weezer voru frábærir.
6. Smashing Pumpkins – United Center, ChicagoLokatónleikar Smashing Pumpkins í heimaborginni Chicago voru frábærir. Þau tóku öll bestu lögin, þökkuðu innilega fyrir sig og stóðu svo öll saman og sungu 1979. Svo kom Billy og dásamaði Cubs. Hvað er hægt að biðja um meira?
5. Molotov – Aragon Theatre, Chicago – Seinni stuðtónleikarnir í Aragon voru algjörlega ógleymanlegir. Þegar ég varð 24 ára fórum við Hildur að sjá mexíkósku snillingana í Molotov.
þrem árum áður sáum við þá spila í Madrid, en á þeim tónleikum var ég fárveikur. Í Chicago var ég hins vegar í banastuði ásamt 8000 mexíkóum. Ógleymanlegt kvöld.
4. Sigurrós – Park West, Chicago – Ég hef séð Sigurrós spila tvisvar í Chicago en fyrra skiptið stóð upp úr. þar voru þeir með strengjasveit og voru hreint magnaðir. Þeir enduðu tónleikana á lokalagi (), sem ég hafði þá aldrei heyrt áður. Ótrúlega magnað lokalag.
3. Coldplay – Laugardalshöllin, Reykjavík – Frábærir tónleikar í Laugardalshöll í desember, 2002. Bestu tónleikar, sem ég hef farið á á Íslandi. Ekki skemmdi það að A Rush of Blood to the Head var án efa uppáhaldsplatan mín á þeim tíma, sem þeir héldu tónleikana. Everything’s not lost er eitt besta popplag síðustu ára, á því er enginn vafi.
2. Radiohead – Grant Park, ChicagoÞessir tónleikar voru haldnir í almenningsgarði í Chicago og þeim mun ég seint gleyma. Radiohead voru næstum því fullkomnir, þeir stóðu undir öllu, sem ég hafði vonast eftir og svo miklu meira. Thom Yorke var ógleymanlegur
1. Roger Waters – Woodlands Pavillion, HoustonAlgjörlega ógleymanlegir tónleikar. Þeir toppa Radiohead tónleikana einungis vegna þess að þetta er nú einu sinni fyrrverandi söngvarinn í minni uppáhaldshljómsveit, Pink Floyd. Tónleikarnir voru haldnir utandyra í gríðarlegum hita í Houston. Ég mun aldrei gleyma því hvernig hann flutti Comfortably Numb.

Annað, sem kom vel til greina: Ben Folds – Rosemont Theatre, Chicago. Oasis – Chicago Theatre, Chicago. Fugees – Laugardalshöll. Cypress Hill – Santiago, Chile. Eminem, All State Arena, Chicago. Soda Stereo – Caracas, Venezuela. Rage Against the Machine – Kaplakriki, Hafnarfirði.