Fyrirlestur, Rollur, IKEA, Rivaldo og A-Rod

Fyrirlesturinn í hádeginu gekk sæmilega. Ég talaði blaðlaust, sem gekk fínt, þangað til að ég gleymdi gjörsamlega hvað ég ætlaði að segja og var einhverjar 10 sekúndur að muna hvað ég ætti að segja.

Allavegana, þá mættu einhverjir 15 manns á fyrirlesturinn, sem er ásættanlegt miðað við áhugann á fyrirlestri Namibíu forseta.


Ég fékk vægt sjokk þegar ég fór í IKEA eftir vinnu og sá að þeir eru hættir að selja fallega stellið mitt. Ég keypti 12 bolla, diska og slíkt á einhvern 2000 kall fyrir tæpu ári. Svo bara án þess að láta mann vita, þá hætta þeir að framleiða þetta. Ætli ég verði að byrja að safna nýju IKEA stelli? Emil var að kvarta yfir því hversu mikil læti væri í diskunum þegar hann drægi gaffal eftir þeim, svo núna er ég farinn að hlusta eftir skrítnum hljóðum á morgnana þegar ég borða Weetabix-ið mitt. Kannski ætti ég að prófa að hlusta á útvarp á morgnana?


Vissir þú að samkvæmt ríkisstjórninni þá er almenn sátt um íslenska landbúnaðarkerfið meðal íslensku þjóðarinnar? Ætli þeir trúi sjálfir þessari vitleysu? Hvar er Alþýðuflokkurinn þegar þjóðin þarf á honum að halda?


The Onion: Mom finds out about Blog (via Kottke). Sniðugt.


Já, og svo vil ég fá Rivaldo til Liverpool og A-Rod til Cubs. Þá verður Einar Örn glaður! Mjög glaður! Reyndar alveg í skýjunum!