Ó, ég er svo latur

Ég er ekki þunnur, en samt er ég of latur til að gera eitthvað af viti. Er að reyna að sannfæra mig um að ef ég geri eitthvað af viti, þá taki þynnka sig upp, þannig að best sé að liggja í leti. Það gengur ekkert alltof vel.

Fór á skemmtilegt djamm með skemmtilegu fólki í gær. Hitti netkærustuna mína, Katrínu.is þegar ég var að kaupa biðraðarbjór á GrandRokk (vorum í biðröð á Hverfis, sem leit ekki vel út, svo ég stökk og keypti bjór to go). Allavegana, gat ég lítið talað við hana, þar sem að vinir hennar virtust ekkert hafa sérstaklega mikinn áhuga á því að hanga þarna lengi. Hún hélt því líka fram að hún myndi ekki komast inná Hverfis, sem mér fannst nú hæpin afsökun 🙂

Anyhooo, þetta var gaman, þrátt fyrir að ég sé farinn að hafa efasemdir um Hverfisbarinn. Er ekki alveg að höndla þetta tónlistarval inná staðnum. Fyrir menn einsog mig, sem fara þarna mjög oft, þá er það orðið frekar þreytandi að heyra sum lög, sérstaklega öll íslensku klisjulögin. Er einhver með tillögu að nýjum uppáhaldsstað?