Spray, delay, and walk away

Einhvern veginn hef ég verið voðalega latur við að skrifa eitthvað hérna undanfarið. Ætli maður sé ekki miku duglegri að skrifa þegar það er eitthvað drama í gangi. Þegar hlutirnir bara ganga nokkuð smooth, þá er minna til að skrifa um.

Allavegana, ég verð að koma því að að Queer eye for the straight guy er mesti snilldarþáttur í heimi! Þátturinn er svo skemmtilegur að ég er nær hættur að horfa á Amazing Race, sem er á sama tíma. Svo er þetta náttúrulega mikil og góð fræðsla í þessum þáttum. Ég passa mig til dæmis alltaf á því núna að setja vaxið í hárið aftan frá. 🙂


Annars djammaði ég ekki um helgina, sem þýðir að ég hef ekki djammað 3 helgar af síðustu 4, sem hefur ekki gerst í gríðarlega langan tíma. Það er svo sem ágætt að sleppa þessu svona af og til. Ég held að það sé líka ástæðan fyrir því að ég sé ekki svo melódramatískur. Maður hugsar ósjálfrátt minna um stelpur þegar maður er ekki að djamma um helgar.

Ég held líka að ég sé búinn að komast að því að ég muni ekki hitta réttu stelpuna á djamminu. Held að sá vettvangur sé ekki að virka. Var ekki Eddie Murphy í Coming to America ráðlagt að fara í kirkjur til að finna góðar stelpur? En nei, það er kannski ekki alveg málið. Það er svo sem nóg af sætum stelpum á djamminu og allt það. Held bara að ég sé ekki að fíla of fullar stelpur, og ég fíla líka ekki að vera að reyna við stelpur þegar ég er of fullur. Það er ekki sniðugt… Svo eru líka prófin í skólum að byrja og þá fækkar sætum stelpum á skemmtistöðunum til muna. Kannski að maður ætti bara að hætta að djamma fram að jólum? Eða kannski ekki


Helgin fór í íbúðarstúss. Var málandi bæði föstudags- og laugardagskvöld. Það að mála er einmitt eitt það leiðinlegasta sem ég geri, þannig að ég er virkilega stoltur yfir því að hafa afrekað að standa í slíkum leiðindum á laugardagskvöldi. Horfði meira að segja á Laugardagskvöld með Gísla Marteini (eða hlustaði á það meðan ég málaði). Ég gat ekki annað en horft á þáttinn þegar Leoncie kom fram. Sú kona er snillingur, á því leikur enginn vafi!