Lok, lok og læs

Frábær grein á Múrnum: Fortress Iceland. Hún segir allt, sem mig hefur langað til að segja um meðhöndlun flóttamanna undanfarna daga.

Ég er orðinn hundleiður á að þurfa að skammast mín fyrir stefnu framsóknaríhaldsins í flóttamannamálum. Ekki nóg með það að framlög okkar til þróunaraðstoðar séu skammarleg, heldur þá eru þessi mál líka í lamasessi. Af hverju í ósköpunum þarf að vísa þessu fólki, sem kemur hingað og biður um hæli, úr landi? Getur einhver gefið mér eina góða ástæðu?