Mitt lið

Ég veit að maður á ekki að hneykslast á Framsóknarmönnum enda hugsa þeir sennilega mjög mikið öðruvísi en við hin. Eeeeeen, þetta svar hjá Dagnýju Jónsdóttir við gagnrýni eðalkratans Ágústs Ólafs á málefni Háskólans er magnað (feitletrun er mín):

Í gær var afar sérstök grein í Morgunblaðinu um að ég hafi látið af sannfæringu minni gagnvart málefnum háskólanna. Ég ætla nú ekki að fara nánar út í efni greinarinnar, enda dæmdi hún sig sjálf. Það sem mér þótti skrítið var að stjórnarandstöðuþingmaðurinn sem hana ritaði virðist ekki gera sér grein fyrir að á þingi eru tvö lið og eins og staðan er núna er ég í stjórnarliðinu. Í þessu felst enginn hroki, bara staðreynd og maður fylgir sínu liði. Meirihlutinn hefur lagt fram tillögur til fjárlaga og fjáraukalaga og þar eru t.d. aukin útgjöld til menntamála.

Til hvers er þessi stelpa á þingi ef að hún lítur svo á að hún eigi bara að fylgja flokkslínunni? Æ, framsóknarpirr! (via Fréttir.com)