Áföll í kvennamálum

Ja hérna, það dynja á manni áföllin í kvennamálum.

Fyrst tilkynnti Jens mér það fyrir nokkru að Natalie Imbruglia væri að giftast söngvaranum í Silverchair, sem er áströlsk rokkhljómsveit, sem ég hlustaði einu sinni á. Ég varð yfir mig hrifinn af Natalie þegar ég sá Torn myndbandið fyrst. Vá, hvað hún var mikið æði þá (ekki það að hún líti eitthvað verr út í dag). Þetta er allavegana gríðarlegt áfall fyrir mínar framtíðaráætlanir

Svo komst ég að því fyrir nokkrum dögum að Brooke Burke er líka gift og á m.a.s. tvö börn.

Ok, gott og vel. En ég hef þó allavegana Britney, hugsaði ég. Og þá dynur áfallið yfir. Hún giftir sig í Las Vegas einhverjum lúða með stór eyru. Sem betur fer þá er tilkynnt nokkru seinna að hjónabandið hafi verið ógilt.

Þannig að tæknilega séð á ég ennþá sjens.