Hárið mitt, þriðji hluti

Á laugardaginn lét ég verða af því að snoða mig. Ég var kominn með algert ógeð á hárinu á mér. Nennti ekki lengur að hafa áhyggjur af síddinni eða greiðslunni eða öllu þessu kjaftæði.

Ég meina hei. Þannig að í mótmælaskyni er ég búinn að snoða mig. Er ekki ágætt að byrja þetta ár á upphafsreit?

Einar Örn með hár (á Jóladag)

Einar Örn snoðaður (12. janúar)

Uppfært: Hérna er þriðja myndin: Ég að snoða mig. Reyndar byrjaði ég bara sjálfur, en svo fékk ég aðstoð frá Þórdísi hárgreiðsluséní. 🙂