What the hell is wrong with me?

Ég skammast mín eiginlega fyrir að segja það, en ég hafði ekki horft á einn þátt af “America’s next top model” þangað til í kvöld. Þetta er náttúrulega hneyksli, enda ég ekki þekktur fyrir að missa af “raunveruleika” sjónvarpsþáttum. Ég, sem horfi á Paradise Hotel og alla þessa snilldarþætti hafði einhvern veginn misst af þessum módelþætti.

Þetta er þáttur um mis-sætar stelpur, sem langar að verða módel. Tyra Banks stjórnar einhverri dómnefnd, sem samanstendur af henni, einhverri gamalli silíkongellu, steríótípu hommanum og steríótípu bitchy asískri gellu. Tyra, sem er æði, var eitthvað hálf skringileg í þættinum. Ef ég væri hún, þá myndi ég reka hárgreiðslumeistarann minn.

Anyhooo, stelpurnar fóru í gegnum það að leika í sjónvarpsauglýsingu án þess að tala og svo áttu þær að lesa nokkrar línur. Þetta var mörgum ofviða, enda vitum við öll hversu erfitt er að bera fram orðið “water”.

Mig minnir að það hafi verið einhverjar 7 gellur eftir í hópnum og ég verð að segja að mér fannst bara ein vera sæt (og það skýrir titilinn á þessari færslu). Mér fannst bara þessi Shannon vera sæt. Hinar voru hálf sjúskaðar þegar þær voru ekki meikaðar flott. Sú, sem datt út, leit út einosg Skin úr Skunk Anansie (sem stóð á öxlinni á mér á tónleikum í Höllinni, en það er önnur saga) og þær sem eftir eru voru ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Ég er í raun að velta því fyrir mér hvort ég hafi bara svona skrítinn smekk á kvenfólki, eða hvort það séu bara engar gellur í þessum þætti. Var virkilega ekki hægt að finna flottari gellur í öllum Bandaríkjunum til að verða næsta súpermódelið?

En allavegana, ég held með Shannon. Jei!