Kort

Ég hef nokkuð lengi leitað að svona síðu og fann hana loksins á Metafilter. Á síðunni getur maður sett inn þau lönd, sem maður hefur farið til og þá býr síðan til kort af heiminum með þeim löndum merktum inná.

Síðan er reyndar ekki fullkomin, þar sem kortið er heldur lítið. En allavegana, ég merkti inn mín 31 lönd (13% af heiminum) og útkoman var svona (smellið á kortið til að fá stærri útgáfu):

Ef þið prófið þetta sjálf, endilega skellið kortinu ykkar í ummælin.

Uppfært: Núna er búið að bæta inn korti, þar sem maður getur valið hvaða fylki í USA maður hefur heimsótt.

Hérna er mitt kort: