Hvernig má bjarga Liverpool

Af því að ég elska Liverpool heitar en nokkuð annað íþróttalið þá get ég ekki lengur þolað það að liðinu sé stjórnað af óhæfum Frakka, sem gefur leikmönnum, sem ættu aldrei að spila fyrir Liverpool, endalaus tækifæri.

Liverpool liðið er núna í 7. sæti, 31 stigi á eftir Arsenal, þegar að það er aðeins búið að spila 28 leiki í deildinni. Þessi munur er svo skuggalegur að það er ekki einu sinni fyndið. Liðið er ófært um að afgreiða lakari lið, einsog sást vel í leiknum gegn Southampton í dag.

Hér eru mínar tillögur um það hvernig hugsanlega sé hægt sé að bjarga þessu liði fyrir næstu leiktíð.
Continue reading Hvernig má bjarga Liverpool