Spánn

Ja hérna, hryðjuverkamennirnir unnu! Ok, kannski ekki alveg. En Sósíalistar unnu kosningarnar á Spáni. Þrátt fyrir ótrúlegan efnahagsbata og almennt gott ástand á Spáni ákváðu kjósendur að spreningarnar í Madrid væru Íraksstríðinu að kenna og felldu ríkisstjórnina. Ég var á Spáni fyrir tæpri viku og þá voru allir handvissir um að Íhaldsmenn myndu sigra kosningarnar, spurningin væri einungis með hversu miklum mun.

Það er sennilega erfitt að finna augljósara dæmi um að hryðjuverk hafi haft jafn bein áhrif á kosningar. Magnað!