Fyrrverandi SUS-arar og gleymdar hugsjónir

Rosalega er það magnað að sjá gamla SUS-arann Guðlaug Þór verja það að atvinnurekendur geti tekið [lífssýni](http://www.althingi.is/vefur/utandagskrar.html?ddagur=01/04/2004) úr starfsfólki þegar þeim hentar. Hugsjónin um réttindi einstaklingsins er fljót að gleymast hjá Íhaldsmönnum.

Það er svo sem ekki nýtt að SUS-arar gleymi málefnunum um leið og þeir nálgast völd, en er þetta ekki toppurinn á öllu? Að fyrrverandi hægrimenn séu að verja það að atvinnurekendur njósni um starfsmenn sína. Sorglegt en satt. Þetta hefur kannski ekki mikil áhrif strax, en þetta setur hættulegt fordæmi.

Er það bara ég, eða er þessi ríkisstjórn smám saman að auka eftirlit með okkur? Þetta er allt gert í nafni aukins öryggis. Þessi lífssýnataka á að auka öryggi í einhverjum kerskálum og bla bla bla. Það er alltaf rosalega auðvelt að afsaka skerðingu á frelsi einstaklingsins með þeim rökum að við séum að auka öryggi hinna? Þvílíkt bull!

Ágúst Ólafur er töffari!