100 Undur Veraldar (uppfært)

Ég er ofboðslega veikur fyrir heimasíðum um ferðalög og spennandi staði. Ég á sumarfrí í enda ágúst og er ég því farinn að spá í því hvað ég ætli að gera í því fríi. Allavegana fer ég ekki til Mallorca eða Benidorm 🙂

Ég rakst á [þessa frábæru síðu](http://www.hillmanwonders.com/) (via [Batman](http://www.batman.is)). Þarna eru listuð 100 helstu undur veraldar. Auðvitað er hægt að þræta um hvaða staðir eiga heima á þessum lista en þetta er nokkuð skemmtilegur listi.

Mér finnst ég alltaf hafa ferðast mikið um ævina, en ég á greinilega mikið eftir, því ég hef bara komið á 11 af þessum 100 stöðum. Þeir staðir, sem ég hef komið á eru eftirfarandi:

[6 Machu Picchu – Perú](http://www.hillmanwonders.com/machu_picchu/machu_picchu.htm#_vtop)
[7 Iguazu Falls – Argentína og Brasilía](http://www.hillmanwonders.com/iguazu_falls/iguazu_falls.htm#_vtop)
[9 Amazon Rain Forest – Suður Ameríka](http://www.hillmanwonders.com/amazon_rain_forest/amazon_rain_forest.htm#_vtop)
[17 Acropolis – Grikkland](http://www.hillmanwonders.com/acropolis/acropolis.htm#_vtop)
[21 Teotihuacan – Mexíkó](http://www.hillmanwonders.com/teotihuacan/teotihuacan.htm#_vtop)
[47 Metropolitan Museum of Art – New York](http://www.hillmanwonders.com/metropolitan_museum/metropolitan_museum.htm#_vtop)
[48 Útsýni yfir Rio De Janeiro](http://www.hillmanwonders.com/rio_panoramic/rio_panoramic.htm#_vtop)
[68 St. Basil’s Cathedral – Moskva](http://www.hillmanwonders.com/st_basil_cathedral/st_basil_cathedral.htm#_vtop)
[71 Kremlin – Moskva](http://www.hillmanwonders.com/kremlin_moscow/kremlin_moscow.htm#_vtop)
[73 Skýjakljúfar New York](http://www.hillmanwonders.com/new_york/new_york.htm#_vtop)
[88 Frelsisstyttan – New York](http://www.hillmanwonders.com/statue_liberty/statue_liberty.htm#_vtop)

Mig vantar greinilega nauðsynlega að komast til Parísar (þar sem fjórir staðir eru), Ítalíu (þar sem heil 12 undur eru staðsett: [1](http://www.hillmanwonders.com/florence/florence.htm#_vtop) [2](http://www.hillmanwonders.com/pompeii/pompeii.htm#_vtop) [3](http://www.hillmanwonders.com/st_marks_basilica_campanile/st_marks_basilica_campanile.htm#_vtop) [4](http://www.hillmanwonders.com/ponte_vecchio/ponte_vecchio.htm#_vtop) [5](http://www.hillmanwonders.com/leaning_tower_pisa/leaning_tower_pisa.htm#_vtop) [6](http://www.hillmanwonders.com/sistine_chapel/sistine_chapel.htm#_vtop) [7](http://www.hillmanwonders.com/st_peters_basilica/st_peters_basilica.htm#_vtop) [8](http://www.hillmanwonders.com/canals_venice/canals_venice.htm#_vtop) [9](http://www.hillmanwonders.com/colosseum_of_rome_wonder/colosseum_of_rome_wonder.htm#_vtop) [10](http://www.hillmanwonders.com/amalfi_coast/amalfi_coast.htm#_vtop) [11](http://www.hillmanwonders.com/uffizi_gallery/uffizi_gallery.htm#_vtop) [12](http://www.hillmanwonders.com/portofino/portofino.htm#_vtop)) og svo til Asíu, þar sem ég hef ekkert ferðast.

Á listanum er fullt af stöðum, sem mig langar gríðarlega mikið að heimsækja. Ég tók saman þá helstu, sem ég er mest spenntur yfir að heimsækja.

1. [Píramídarnir í Egyptalandi](http://www.hillmanwonders.com/pyramids_of_egypt/pyramids_of_egypt.htm#_vtop)
2. [Taj Mahal](http://www.hillmanwonders.com/taj_mahal/taj_mahal.htm#_vtop)
3. [Grand Canyon](http://www.hillmanwonders.com/grand_canyon/grand_canyon.htm#_vtop) – það er meira að segja sjens á að ég sjái það í sumar.
4. [Angkor Wat í Kambódíu](http://www.hillmanwonders.com/angkor_wat/angkor_wat.htm#_vtop)
5. [Mecca](http://www.hillmanwonders.com/mecca/mecca.htm#_vtop) – Sennilega síðasti staðurinn sem ég mun heimsækja, þar sem maður á það á hættu að vera tekinn af lífi ef maður er ekki múslimi. Það gæti reynst vandamál.
6. [Bagan hofin í Búrma/Myanmar](http://www.hillmanwonders.com/bagan/bagan.htm#_vtop)
7. [Yangtshe áin í Kína](http://www.hillmanwonders.com/guilin_yangshuo_cruise/guilin_yangshuo_cruise.htm#_vtop)
8. [Potala Höllin – Tíbet](http://www.hillmanwonders.com/potala_palace/potala_palace.htm#_vtop)
9. [Ladakh – Indland](http://www.hillmanwonders.com/ladakh/ladakh.htm#_vtop)
10. [Kathmandu dalurinn – Nepal](http://www.hillmanwonders.com/kathmandu_valley/kathmandu_valley.htm#_vtop)
11. [Páskaeyja](http://www.hillmanwonders.com/easter_island/easter_island.htm#_vtop) – hefðum við bara átt aðeins meiri pening þegar við ferðuðumst um Suður-Ameríku, þá hefðum við lagt í ferðir á Galapagos og Páskaeyju. Því miður varð ekkert úr því.
12. [Great Barrier Reef – Ástralía](http://www.hillmanwonders.com/great_barrier_reef/great_barrier_reef.htm#_vtop)
13. [Viktoríufossar í Zimbabwe](http://www.hillmanwonders.com/victoria_falls/victoria_falls.htm#_vtop)
14. [Dubrovnik – Króatía](http://www.hillmanwonders.com/dubrovnik/dubrovnik.htm#_vtop)
15. [Mont-St-Michel](http://www.hillmanwonders.com/mont_st_michel/mont_st_michel.htm#_vtop)

Í sumarfríinu er ég að spá í að fara til Bandaríkjanna. Það eru vissulega staðir sem mig langar að fara meira á í augnablikinu, en þar sem ég er enn single þá er sniðugast að fara til USA, þar sem ég á fullt af vinum þar sem ég get heimsótt. Þrátt fyrir að það sé fínt að ferðast einn, þá er það oft skemmtilegra að hitta gott fólk á leiðinni. Einnig get ég fengið fría gistingu í fulltaf borgum, sem hjálpar náttúrulega 🙂

Ef ég fer til Bandaríkjanna ætti ég að getað séð þrjá nýja hluti á þessum lista: [Las Vegas](http://www.hillmanwonders.com/las_vegas_strip/las_vegas_strip.htm#_vtop), [Grand Canyon](http://www.hillmanwonders.com/grand_canyon/grand_canyon.htm#_vtop) og [San Fransisco](http://www.hillmanwonders.com/san_francisco/san_francisco.htm#_vtop)


**Uppfært (13.janúar 2005)**: Jæja, eftir Bandaríkjaferð síðasta haust þá er ég kominn uppí 14 af 100. Listinn er því orðinn svona (við hann hafa bæst Las Vegas, Grand Canyon og San Fransisco).

[4 Grand Canyon](http://www.hillmanwonders.com/grand_canyon/grand_canyon.htm#_vtop)
[6 Machu Picchu – Perú](http://www.hillmanwonders.com/machu_picchu/machu_picchu.htm#_vtop)
[7 Iguazu Falls – Argentína og Brasilía](http://www.hillmanwonders.com/iguazu_falls/iguazu_falls.htm#_vtop)
[9 Amazon Rain Forest – Suður Ameríka](http://www.hillmanwonders.com/amazon_rain_forest/amazon_rain_forest.htm#_vtop)
[17 Acropolis – Grikkland](http://www.hillmanwonders.com/acropolis/acropolis.htm#_vtop)
[21 Teotihuacan – Mexíkó](http://www.hillmanwonders.com/teotihuacan/teotihuacan.htm#_vtop)
[47 Metropolitan Museum of Art – New York](http://www.hillmanwonders.com/metropolitan_museum/metropolitan_museum.htm#_vtop)
[48 Útsýni yfir Rio De Janeiro](http://www.hillmanwonders.com/rio_panoramic/rio_panoramic.htm#_vtop)
[68 St. Basil’s Cathedral – Moskva](http://www.hillmanwonders.com/st_basil_cathedral/st_basil_cathedral.htm#_vtop)
[71 Kremlin – Moskva](http://www.hillmanwonders.com/kremlin_moscow/kremlin_moscow.htm#_vtop)
[73 Skýjakljúfar New York](http://www.hillmanwonders.com/new_york/new_york.htm#_vtop)
[85 San Fransisco & Flóasvæðið](http://www.hillmanwonders.com/san_francisco/san_francisco.htm#_vtop)
[88 Frelsisstyttan – New York](http://www.hillmanwonders.com/statue_liberty/statue_liberty.htm#_vtop)
[96 Las Vegas að næturlagi](http://www.hillmanwonders.com/las_vegas_strip/las_vegas_strip.htm#_vtop)

Allir þessir þrír staðir eiga svo sannarlega skilið að vera á listanum. Flóasvæðið í San Fransisco er með fallegustu stöðum, sem ég hef séð. Las Vegas er einstök upplifun og Grand Canyon nær ólýsanlegt.


**Uppfært (8.febrúar 2005)**: Jæja, þá er ég kominn uppí 15. Við bættist:

[15 Prague old town](http://www.hillmanwonders.com/prague_old_town/prague_old_town.htm#_vtop)

Sjá ferðasögu [hér](https://www.eoe.is/gamalt/2005/02/08/21.10.04/).


**Uppfært (30.maí 2005)**: Kominn uppí 17. Við bættist:

[48 Hagia Sofia](http://www.hillmanwonders.com/hagia_sofia/hagia_sofia.htm#_vtop)
[75 Topkapi Palace](http://www.hillmanwonders.com/topkapi/topkapi_palace.htm#_vtop)

Sko, Topkapi höllin er alveg á mörkunum. Ég fór inní höllina og skoðaði mig aðeins um, en var þarna samt mjööög stutt. Set hana samt inn.

Sjá ferðasögu [hér](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/06/04/21.34.16/).