Put your hands on the wheel…

Ef ég væri i ástarsorg (sem ég er sem betur fer ekki), þá myndi ég bara hlusta á [Sea Change](http://www.rollingstone.com/reviews/album?id=165933&pageid=rs.Artistcage&pageregion=triple1) með Beck á rípít allan daginn, alla daga, allt árið. Ég elska þessa plötu.

Ég er þunnur, þreyttur og nenni ekki að gera neitt, nema að láta mig dreyma um ferðalög og hlusta á Beck og nýju plötuna með Wilco (sem er æði).

Fór útað skemmta mér í gær og komst að því að stelpan, sem var Ungfrú Ísland í fyrra, er miklu sætari í raunveruleikanum en á myndum. Finnst ykkur það ekki magnað? Ha?

Já, og fór á Pravda bar. Það hafði mér verið tjáð að væri flottasti barinn í Reykjavík og að þar inni væru “eintómar drottningar”. Ég veit að ég ætti ekki að þiggja ráð frá manni, sem kallar sætar stelpur “drottningar”, en allavegana þá voru þarna aðallega feitir kallar, sem heilla mig ekkert sérstaklega.

Æji!

Mig langar til útlanda í frí, *núna*. Nenni ekki að hanga hér. Er voðalega melódramatískur í dag. Vesen tengt öllum mínum málum. Fékk bréf, sem ruglaði mig í ríminu, komst að því að ég heillast af stelpum sem eru annaðhvort á föstu eða þá nýkomnar úr erfiðum samböndum, lenti í að þræta vini mína, og áttaði mig á því að ég er búinn að draga það núna í þrjá mánuði að kaupa helvítis innréttingu í eldhúsið mitt.

En mig langar semsagt til útlanda. Er að hallast að því að heimsækja vini um öll Bandaríkin, en samt er einhver partur af mér, sem langar bara að segja fokk it, pakka oní bakpoka og fara eitthvert austur á bóginn. Kannski til Úkraínu, Hvíta Rússlands eða eitthvað álíka. En mig langar bara rosalega að hitta alla háskólavinina og [kónginn](http://olsenusa.tripod.com/) í Washington. Það er verst að þessir Lou Reed tónleikar eru ekki fyrr en 20. ágúst, þannig að ég get ekki farið út fyrr en í fyrsta lagi 21. ágúst. Það er alltof langt þangað til.

*Put your hands on the wheel/Let the golden age begin[…](http://www.whiskeyclone.net/ghost/G/thegoldenage.html)*