Leiðinlegasti fréttamaður í heimi

Gallinn við það að vera á viðskiptaferðalögum er að maður þarf oft að gista á hótelum, sem eru með einstaklega lélegt úrval af sjónvarspefni. Þetta á sérstaklega við um lönd einsog Þýskaland, þar sem valið stendur vanalega á milli CNN, BBC World og þýsks skemmtiefnis

Bæði CNN og BBC eru álíka leiðinlegar til lengdar, þar sem þar er endurtekinn sami klukkutíminn af efni allan sólahringinn.

CNN sker sig þó úr af einni ástæðu. Jú, á þeirri stöð er leiðinlegasti sjónvarpsfréttarmaður í heimi (og þó víðar væri leitað): [Richard Quest](http://www.cnn.com/CNN/anchors_reporters/quest.richard.html)

Ég þooooli ekki Richard Quest!

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa hversu mikið ég hata Richard Quest. Hann er gjörsamlega óþolandi. [Á þessari síðu](http://www.mikeditto.com/archives/000165.php) er nokkuð góð lýsing á því að hlusta á Quest:

>The experinece of listening to Richard Quest, a CNN Europe anchor, is something akin to what it might be like to scrub my face with a cheese grater. I’m sure he’s a very intelligent guy, but he seems to have only one volume–yell. It seems he has been yelling for so long that he has blown his voice completely out, so he sounds like Harvey Fierstein doing an impression of a British soccer hooligan.

Nákvæmlega!

Ég er núna sífellt minntur á andúð mína á Quest, því ég er að fylgjast með þingi demókrata á CNN. Quest á greinilega að finna einhverjar fyndnar fréttir, en það eina fyndna við þessi skot er hversu hræðilegur hann er. Og í raun er það ekki fyndið, nema manni finnist fyndið að þjást hræðilega.