Nooomah!

a_nomar_frt.jpg

Ja hérna. Ég kem heim úr góðri þriggja daga útilegu, kíki á netið og hvað sé ég?

[Nooooomar er kominn til Chicago Cubs](http://chicagosports.chicagotribune.com/sports/baseball/cubs/cs-040731cubsdeadline,1,5151176.story?coll=cs-cubs-headlines)!!

Ég veit að það eru sirka einn Íslendingur (ég), sem er spenntur yfir þessu, en ég bara varð að deila þessu með ykkur. Þið vitið ekki hversu svakalega glaður ég er. Þetta er ekki hægt. Þetta væri einsog að Liverpool myndu kaupa Beckham fyrir hundrað þúsund kall. Chicago fékk Nomar Garciaparra fyrir einhverja aukvissa!!! [Menn](http://chicagosports.chicagotribune.com/sports/baseball/cubs/cs-040801morrissey,1,595841.column?coll=cs-cubs-utility) [trúa](http://chicagosports.chicagotribune.com/sports/baseball/cubs/cs-040731rogers,1,1354653.column?coll=cs-cubs-headlines) [þessu ekki](http://chicagosports.chicagotribune.com/sports/columnists/cs-040731downey,1,1416747.column?coll=cs-cubs-utility)!

[Nomar Garciaparra](http://chicago.cubs.mlb.com/NASApp/mlb/team/player.jsp?player_id=114596) er einn allra besti leikmaðurinn í hafnaboltaheiminum. Hann er átrúnaðargoð allra Boston búa, þrátt fyrir að hann hafi verið slappur þetta árið.

Dan vinur minn (sem er Boston og Chicago aðdáandi) dýrkaði hann og hefði sennilega þurft hjartahnoð ef að Nooomah hefði farið til annars liðs en Chicago. Jei, ég er svooo ánægður. Svo stefnir allt í að ég farið til USA í ágúst og þá hef ég ábyggilega tækifæri til að sjá Nomar spila fyrir Chicago Cubs.

Hæ hó jibbí jei!