Verið hrædd! Verulega hrædd!

Þetta er alveg hreint ótrúlega magnað: [US terror plot intelligence ‘old’](http://news.bbc.co.uk/2/hi/americas/3530358.stm).

Fyrir þá, sem nenna ekki að lesa þetta, þá voru allar þær viðvaranir, sem gefnar voru út í Bandaríkjunum um helgina (um að hryðjuverkamenn ætluðu að ráðast á fjármálafyrirtæki) byggðar á upplýsingum, sem voru **fjögurra ára gamlar**!

Þetta passar svo vel eitt af meginþemum Fahrenheit 9/11 að það er ekki fyndið. Það er, að það hentar stjórnvöldum afar vel að halda almenningi alltaf hræddum.

Það er líka ekki fræðilegur möguleiki að tímasetningin á þessum viðvörunum sé tilviljun, svona rétt eftir landsþing Demókrata. Það hafði jú [lekið frá Hvíta Húsinu](http://www.tnr.com/doc.mhtml?i=20040719&s=aaj071904) að æskilegt væri t.a.m. að ná Osama Bin Laden í Júlí, helst þegar á ráðstefnu Demókrata stæði.

Ég veit að ég hef varið Bandaríkin og stefnu þess lands ansi lengi. En það er bara ekki hægt að verja þessa brjálæðinga. Það er með ólíkindum að það skuli enn vera 50% af bandarísku þjóðinni, sem er ekki enn búin að fatta að stjórnvöld eru að leika sér að þeim.