Damien aftur æði

Svei mér þá, tónleikarnir með Damien Rice í gær voru betri en þeir [síðustu](https://www.eoe.is/gamalt/2004/03/24/22.59.24/). Munurinn var kannski sá að ég var með mun meiri væntingar núna heldur en síðast, þannig að upplifunin var ekki jafn stórkostleg og síðast.

Síðast þegar Damien byrjaði að rokka var maður alveg “hólí sjitt, þetta er snilld” en núna bjóst maður við snilld. Lisa, söngkonan, sem var með honum var frábær og bætti tónleikana enn frekar. Einnig var það frábært að það voru engir plebbar að panta kokteila á barnum líkt og síðast.

Fór með fjórum vinum mínum á tónleikana, þar af einum, sem fór á fyrri tónleikana og þau voru öll jafn hrifin. Ég var reyndar orðinn þokkalegar þreyttur í löppunum í endan á tónleikunum enda búinn að standa í þrjá klukkutíma án þess að hreyfa mig.

En semsagt snilld. Ykkur, sem misstuð af báðum tónleikunum, er ekki við bjargandi. Damien Rice er snillingur.

Já, og svo skemmir ekki fyrir því að hann virkar svo innilega einlægur þegar hann lýsir yfir aðdáun sinni á Íslandi. Bestu lögin voru “I Remember” og “Women like a man”.

**Uppfært**: Hér er ágætis pistill um tónleikana ásamt set-lista.

*Gummijóh er með [set-listann](http://www.gummijoh.net/archives/007946.php#007946) á sinni síðu.*