Afturvirkur pósitífismi

Fínn pistill eftir Jensa á Pólitík.is: [Um afturvirkan pósitífisma](http://www.politik.is/?id=953). Greinin er mun skemmtilegri en titillinn gefur til kynna. Einnig er myndskreytingin við pistilinn án efa sú besta, sem birst hefur á íslensku vefriti. 🙂


Ég hef áður fjallað um “[A Grand don’t come for free](http://www.pitchforkmedia.com/record-reviews/s/streets/grand-dont-come-for-free.shtml) með snillingnum Mike Skinner, aka The Streets. Ég er ekkert lítið hrifinn af þessari plötu.

Hún hefur þann stórkostlega eiginleika að koma manni aftur og aftur á óvart. Í raun hefur álit mitt á plötunni breyst í hvert skipti, sem ég hef hlustað á hana:

Fyrsta skiptið: Alltof skrítið
3. skipti: Ágætis plata, en ekkert sérstaklega grípandi
5. skipti: Lögin verða meira og meira grípandi
10. skipti: Þetta er algjör fokking snilld
15. skipti: Í alvöru talað, þetta er ein af 10 bestu rapp plötum allra tíma!

Þannig að ef þið hafið hlustað á plötuna nokkrum sinnum og ekki verið hrifinn, verið róleg. Gefið honum sjens. Jafnvel þau, sem fíla ekki hefðbundið hip-hop, gætu orðið hrifin. Svo mikil er snilldin.