Laugardagskvöld með Einari Erni…

Voðalega er það huggó að vera svona heima á laugardagskvöldi, hlusta á Dylan og taka til.

Er að fara út til Parísar fáránlega snemma á morgun í rómantíska helgarferð með ofurmódeli vinnuferð. Verð þarna í þrjá daga á flugvellinum og þar í kring. Fer því ekkert inní borg.

Það verður í annað skiptið, sem ég hef komið til Parísar án þess að gera nokkurn skapaðan hlut í sjálfri borginni. Er ekki hvort eð er ósköp lítið að gera þar? 🙂


Einsog ég hef oft sagt áður, þá er [John Stewart snillingur](http://junk.haughey.com/Crossfire-John_Stewart.wmv) (35mb myndband – skylda fyrir alla, sem fylgjast með bandarískum stjórnmálum)


Ef þið eruð ekki nú þegar hrædd við ríkisstjórn Bandaríkjanna, þá ætti [þessi grein í New York Times](http://www.nytimes.com/2004/10/17/magazine/17BUSH.html?oref=login&oref=login&pagewanted=all&position) að hjálpa. Mæli sterklega með henni.


Já, og fyrir ykkur, sem vissuð ekki þá er [Osama í Kína](http://www.informationclearinghouse.info/article7077.htm)