Þróun?

Þetta er [magnað](http://www.cbsnews.com/stories/2004/11/22/opinion/polls/main657083.shtml). Magnað!:

>Overall, about two-thirds of Americans want creationism taught along with evolution. **Only** 37 percent want evolutionism replaced outright. (feitletrun mín)

Hólí krapp! 37% Bandaríkjamanna vilja að hætt verði að kenna þróunarkenninguna í skóla. Og ekki nóg með það, heldur finnst fréttamanni CBS það vera svo lítið að hann segir “Only 37%”.

**37% Bandaríkjamanna** vilja að börnum sé eingöngu kennt í skóla að Guð hafi skapað heiminn á einni viku! Það þýðir að maður getur lært meira um vísindi með því að horfa á [Friends þátt](http://www.friends-tv.org/zz203.html) heldur en að fara í barnaskóla í Bandaríkjunum.