Bloggedíblogg

Ég held því fram að það séu engir bloggarar, sem eru jafn beittir og ótrúlega fyndnir þegar þeir fjalla um persónur, sem þeir fíla ekki, einsog Toggipop og Dr. Gunni.

Það þarf varla frekari sannanna við en umfjöllun þeirra um Kristján Jóhannsson í Kastljósþættinum áðan: [Toggi Pop](http://toggipop.blogspot.com/2004_12_01_toggipop_archive.html#110193461692907184) – [Doktorinn](http://www.this.is/drgunni/gerast.html).


Ég horfði hins vegar ekki á þáttinn, heldur var ég á Players að horfa á Liverpool [vinna](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2004/12/01/22.50.12/) Tottenham í vítaspyrnukeppni. Mikið var það gaman. Og mikið hlýtur að vera leiðinlegt að vera Tottenham aðdáandi. Einnig er það augljóst að það er ekki beinlínis auðvelt að vera hávær stelpa inná þessum fótboltapöbbum.


Já, svo er ég á lista Mýslu [yfir frægt fólk](http://myslatysla.blogspot.com/2004_11_01_myslatysla_archive.html#110184670766237351), sem hún hefur hitt í Melabúðinni undanfarnar vikur. 🙂

Ljómandi skemmtilegt.