Queer Eye handrit!

Vá, heimur minn hefur hrunið.

Joel Stein, pistlahöfundur í Time, skrifar [grein í LA Times](http://www.latimes.com/news/opinion/commentary/la-op-stein5dec05,1,91272,print.story?coll=la-news-comment-opinions) þar sem hann fjallar um veruleikasjónvarpsþætti. Þar talar hann um að Simple Life sé skrifaður frá upphafi til enda, sem kemur svo sem ekki á óvart.

Það, sem kemur hins vegar á óvart er að Stein birtir [HANDRIT](http://www.latimes.com/media/acrobat/2004-12/15324783.pdf) að Queer Eye for the Straight Guy þætti!!!

Auðvitað vissi maður að þátturinn væri vel undirbúinn, en það virðist einnig vera sem að einstaka línur og atburðir séu undirbúnir. Þannig að allar línurnar hans Carsons, sem virðast koma óundirbúnar þegar hann finnur ákveðna hluti í íbúðum karlanna, eru víst margar hverjar undibrúnar.

Handritið er nokkuð magnað. Þar er talað um hverju hommarnir eiga að taka eftir í íbúðinni, hvað þeir eiga að tala um í fatabúðinni og öll ráðin, sem Jai gefur þeim gagnkynhneigða eru þarna á blaði.

Ja hérna! Say it ain’t so. (via [MeFi](http://www.metafilter.com/mefi/37507))