Halldór?

Ég var að horfa á Kastljós áðan og þá áttaði ég mig á merkilegum hlut: Ég trúi því ekki enn að *Halldór Ásgrímsson* sé orðinn forsætisráðherra. Þetta er of magnað til að vera satt.


Ok, nú er ég 27 ára gamall. Síðan ég fæddist hafa [forsætisráðherrar](http://www.terra.es/personal2/monolith/iceland.htm) Íslands komið úr eftirfarandi flokkum:

Sjálfstæðisflokkurinn: 18 ár
Framsóknarflokkur: 8 ár
Alþýðuflokkur: 4 mánuðir

Er þetta fokking eðlilegt???

Í alvöru talað? Alþýðuflokksmaðurinn var forsætisráðherra þegar ég var tveggja ára!!! Síðan ég varð þriggja ára hafa Íhaldið og Framsókn ráðið öllu á Íslandi.


Sú staðreynd að Halldór er orðinn forsætisráðherra þýðir líka að í þeim löndum, sem mér þykir mest vænt um eru helstu ráðamenn þessir:

Ísland: Halldór Ásgrímsson
Bandaríkin: George W. Bush
Venezuela: Hugo Chavez

Kræst! Þetta er ekki hægt.