Snilldarsími

Þetta er [SNILLD](http://reuters.com/newsArticle.jhtml;jsessionid=P24RMWI03NSE2CRBAEOCFEY?type=oddlyEnoughNews&storyID=6955367)!

Farsímafyrirtæki í Ástralíu býður nú kúnnum sínum að loka fyrir viss númer áður en það fer á djammið. Þannig að til dæmis er hægt að loka á númer hjá fyrrverandi kærustum, svo maður hringi ekki í þær þegar maður er orðinn vel drukkinn.

Þetta hefði hiklaust komið sér vel fyrir mig í nokkur skipti í gegnum tíðina. 🙂

Símayrirtækið fann út að 95% fólks í könnun hringir í fólk þegar það er á djamminu. 30% hringja í sína fyrrverandi, 19% til núverandi maka og 36% í aðra, svo sem yfirmenn sína.

Fyrirtækið fann einnig að 55% aðspurðra kíkja á gemsann sinn “morguninn eftir” til að sjá hverjir þeir hafa hringt í daginn áður. Hóst hóst.