Mr. DT

Ó, The Apprentice er svo mikil snilld. Það er ekki hægt annað en að dást að þessum þáttum og sérstaklega Donald Trump. Hápunktar þáttana eru án efa innskotin með Trump, þar sem hann bæði gefur góð ráð og svo þegar hann er að vinna.

Sérstaklega er gaman þegar það koma innskot með Trump, þar sem hann situr í limósínu og talar við einkaritarann sinn og öskrar: “*Cancel all my appointments, I have to go meet the teams*”. Einsog það hafi ekki verið ákveðið fyrirfram.

Ég væri til í að vera með einkaritara einungis til að geta sagt: “*Cancel all my appointments*”. Já, og til að færa mér kaffi, það væri indælt.