Nei, Hannes, nei

Jæja, þá er komið að því að veita hin árlegu verðlaun [eoe.is](https://www.eoe.is) fyrir leiðinlegustu frétt ársins. Verðlaunin í ár hlýtur:

**Öll umfjöllun um bók Hannesar Hólmsteins um Halldór Laxness!!!**

Jiminn eini, hvað þetta er þreytt umræða. Var ekki nóg að eyða síðustu jólum í þetta röfl. Rifrildi á milli bókmenntafræðinga er ekki athyglisvert fréttaefni, sama hverjir eiga í hlut. Takk fyrir.