Jólaþynnka

Æ!

Er svona um það bil að ná mér eftir frekar slæman þynnku dag. Þegar Eldsmiðjupizzan kemur eftir hálftíma, held ég að ég nái fyrri styrk. Var í matarboði með góðum vinum í gær. Það var helvíti skemmtilegt. Allir strákarnir urðu allavegana nokkuð ölvaðir og vorum við gríðarlega hressir til svona 4-5 um morguninn þegar ég fór heim. Fór ekki einu sinni í bæinn, sem telst til tíðinda.

Horfði á Liverpool vinna í morgun. Öskraði þegar Mellor skoraði og það var nú ekki beint til að bæta hausverkinn. Ákvað að leggja mig eftir leikinn.

Er að reyna að berja í mig eitthvað jólaskap, en það gengur erfiðlega. Hér eru hvorki skreytingar né jólatré, en ég er búinn að vera að spila jólalög og borðaði eitthvað af smákökunum, sem mamma bakaði. Samt, kemst ekki í stuð. Er ekki búinn að kaupa eina jólagjöf og sýnist allt stefna í að ég kaupi jólagjafirnar á Þorláksmessukvöld einsog svo oft áður.

Já, og ég er bara kominn með [35 rétt svör](http://www.xfm.co.uk/Article.asp?b=multimedia&id=55665). Ferlega er þetta erfitt.