Klámfengin bjórauglýsing?

Ég ætlaði að skrifa um fréttina á Stöð 2 um bjórauglýsingu Faxe ([sjá frétt hér](http://media.gagna.net/uskefnistod2/clips/2004_12/1546/frett12.wmv)), þar sem talsmaður femínista sagði auglýsingu frá Faxe bjór vera að ýta undir klámvæðingu og að auglýsingin gefi í skyn að það sé í lagi að hella stelpur fullar til þess eins að ná þeim í bólið.

Ég er löngu hættur að furða mig á viðkvæmni femínista, en ætlaði þó að skrifa um þetta mál. Ég komst svo að því í morgun að [Stefán Pálsson skrifar akkúrat það, sem mig langaði að skrifa um málið](http://kaninka.net/stefan/011604.html). Ég mæli með grein hans.

Það er fáránlegt að túlka það svo að áfengi sé eitthvað, sem karlmenn noti bara til að ná til sín saklausum stelpum í bólið. Femínistar vilja alltaf túlka hlutina á versta veg, en heimurinn er ekki svo einfaldur.

Er það nefnilega ekki málið að stelpur nota áfengi til að losa um hömlur alveg einsog strákar? Ég hef ekki orðið þess var að það þurfi mikið átak hjá okkur körlum til að hella íslenskar stelpur fullar, þær sjá alveg fyrir því sjálfar. Ég veit að nokkur af þeim samböndum, sem ég hef verið í, hafa byrjað þegar áfengi hefur verið haft um hönd. Í nokkrum tilvika var það áfengi, sem hjálpaði viðkomandi stelpum að fá í sig kjark til að taka af skarið og einnig hefur það hjálpað mér.

Ég spyr þá, er eitthvað að því? Einsog Stefán [skrifar](http://kaninka.net/stefan/011604.html): *”Fólk má alveg hafa þá skoðun að æskilegast væri að öll pör kynntust í strætó eða yfir kakóbollum – en það er fráleitt að loka augunum fyrir veruleikanum.”*