Drottningarviðtöl

Í Kastljósinu áðan var sýnt brot úr norskum fréttaþætti þar sem rætt var við mann, sem lifði af hörmungarnar við Indlandshaf. Saga hans var átakanleg en utan hennar var eitt, sem vakti athygli mína við þáttinn. Það var sú staðreynd að Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra sat þarna við pallborðið og hlustaði á það þegar maðurinn skammaði norsk stjórnvöld fyrir seinagang við hjálparstörf.

Ég spyr þá, víst að svona gerist í Noregi, af hverju í ósköpunum þurfum við á litla Íslandi að sitja við það einstaklega bjánalega fyrirkomulag að forsætirsáðherra sé alltaf einn í viðtölum, nema fyrir kosningar og á gamlársdag?
Continue reading Drottningarviðtöl